Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Á þriðja hundrað flugskeytum skotið að Ashkelon

Flames of rockets fired by Palestinian militants are seen over Gaza Strip toward Israeli lands, early Wednesday, May 30, 2018. Palestinian militants bombarded southern Israel with dozens of rockets and mortar shells Tuesday, while Israeli warplanes struck
Flugskeytum skotið frá Gaza í nótt. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Leiðtogar Hamas segjast hafa skotið um 250 flugskeytum að ísraelsku borginni Ashkelon í morgun. Fæst þeirra náðu marki sínu og engar fregnir hafa borist af mannfalli eða umtalsverðu tjóni á mannvirkjum. Fjöldi borgarbúa leitaði skjóls í loftvarnarbyrgjum. Ísraelsher gerði harða hríð að Gasa í gærkvöld og nótt og dró talsvert úr flugskeytahríð Palestínumanna á meðan.

Hamasliðar segja árásina í morgun hafa verið gerða í hefndarskyni fyrir loftárásir og stórskotahríð Ísraela í nótt og undanfarna daga, sem kostað hafa minnst 113 mannslíf. Yfir 30 börn eru í hópi hinna látnu, sem flest voru almennir borgarar. Fjölmörg íbúðarhús hafa hrunið til grunna í loftárásum Ísraela og óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látin í rústum þeirra. Sjö hafa látið lífið í Ísrael eftir flugskeytaárásir Palestínumanna; sex almennir borgarar og einn hermaður. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV