Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vilja að öryggisráðið bregðist við vegna átakanna

13.05.2021 - 09:57
epa09196253 Smoke rises after an Israeli strike in Gaza City, 13 May 2021. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least six Israelis to date. Gaza Strip's health ministry said that at least 65 Palestinians, including 13 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínversk stjórnvöld skoruðu í dag á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að beita sér af meiri krafti til að koma í veg fyrir frekari átök milli Ísraela og Palestínumanna. Átökin hafa þegar kostað 83 lífið í Palestínu og sjö í Ísrael.

Öryggisráðið kemur saman til fundar á morgun, að beiðni Túnis, Noregs og Kína. Þetta er annar fundur öryggisráðsins á þremur dögum þar sem rætt er um hin mannskæðu átök fyrir botni Miðjarðarhafs. Engin niðurstaða fékkst á fundi öryggisráðsins í gær.

Hua Chunying, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði í dag að Kínverjar hefðu miklar áhyggjur af ástandinu. Hua sagði kínversk stjórnvöld vera reiðubúin að skrifa drög að ályktun um ástandið. Talsmaðurinn sagði að vegna andstöðu einstakra ríkja hefði ekkert orðið úr því að öryggisráðið gripi til aðgerða. Þar vísaði Hua til Bandaríkjastjórnar.

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að fulltrúi Bandaríkjastjórnar myndi fara til Miðausturlanda til að reyna að koma á friði.