Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Björn Steinar leiðir tónlistarstarf í Hallgrímskirkju

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV

Björn Steinar leiðir tónlistarstarf í Hallgrímskirkju

13.05.2021 - 08:23

Höfundar

Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur samþykkt að Björn Steinar Sólbergsson taki að sér að leiða tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Styr hefur staðið um stöðu tónlistarflutnings í kirkjunni eftir að ljóst varð að Hörður Áskelsson organisti myndi hverfa á braut. Björn Steinar er konsertorganisti og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar kom saman til fundar í fyrradag. Hún samþykkti ályktun þar sem harmað var að Hörður Áskelsson hefði óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning sem honum hafi verið boðinn. Sóknarnefndin þakkar Herði áratuga störf „sem hafa auðgað tónlistarlíf kirkju og þjóðar og skilað mikilvægum tónlistararfi“. Félögum í kórunum tveimur er jafnframt þakkaður þakkaður fagur söngur í helgihaldinu, á tónleikum og þátttaka í lífi kirkjunnar.

Sóknarnefnd lýsti jafnframt stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta vegna þess hvernig þau hafa haldið á málum í samningagerð við Hörð. 

 

 

Tengdar fréttir

Trúarbrögð

Vara við skelfilegu menningarslysi í Hallgrímskirkju

Tónlist

Veit ekki hvað verður um kórastarf í Hallgrímskirkju

Trúarbrögð

Mótettukórinn ætlar að fylgja Herði úr Hallgrímskirkju

Menningarefni

Kantor upp á kant við æðri völd í Hallgrímskirkju