Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ungur maður skotinn til bana í blokk í Stokkhólmi

12.05.2021 - 06:15
Mynd með færslu
 Mynd: J.Åkeson - SVT
Liðlega tvítugur karlmaður var skotinn til bana í úthverfi Stokkhólms í nótt, að sögn lögreglu. Maðurinn lá í blóði sínu í stigahúsi fjölbýlishúss í Hjulsta-hverfinu þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar komu á vettvang. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var ungi maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum. Morðrannsókn er hafin og hafa lögregla og tæknideild verið að störfum á vettvangi í alla nótt.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, samkvæmt vef sænska ríkissjónvarpsins, SVT.