Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Stuðningur við Miðflokkinn enn í sögulegu lágmarki

12.05.2021 - 13:47
Mynd með færslu
 Mynd: Miðflokkurinn
Fylgi Miðflokksins heldur áfram að minnka og er nú um 5,7 prósent, samkvæmt nýrri könnun MMR. Það er um helmingur þess fylgis sem flokkurinn hafði í kosningum 2017. Stuðningur við flokkinn er enn í sögulegu lágmarki.

Fylgni er á milli breytinga á fylgi Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins í könnunum MMR. Stuðningur við Miðflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við mikið fylgi Sjálfstæðisflokks. Þessir tveir flokkar virðast þess vegna takast á um sömu kjósendur.

Sósíalistaflokkur Íslands mælist með jafn mikið fylgi og Miðflokkurinn í könnun MMR og er nú stærri en Flokkur fólksins. Um 3,3 prósent segjast myndu kjósa Flokk fólksins, sem einnig hefur tapað fylgi miðað við kannanir á fylgi stjórnmálaflokka að undanförnu. Flokkurinn fékk 6,9 prósent atkvæða í kosningum 2017.

Vinsældir Sjálfstæðisflokksins í könnunum MMR dala. Flokkur nýtur nú um 25,6 prósenta stuðnings, sem er um þremur prósentum minna en fyrir tveimur vikum. Flokkurinn er þó enn vinsælastur íslenskra stjórnmálaflokka.

Fylgi flokka í könnun MMR

Könnun MMR síðan 12. maí, síðasta könnun MMR og kosningaúrslit 2017.

D
Kosningar
25,3%
28. apríl 2021
28,7%
12. maí 2021
25,6%
V
16,9%
12,9%
13,1%
B
10,7%
10,5%
12,6%
P
9,2%
9,6%
11,3%
S
12,1%
11,3%
10,9%
C
6,7%
8,8%
10,6%
J
0%
6,0%
5,7%
M
10,9%
5,8%
5,7%
F
6,9%
4,8%
3,3%

Heimild: Könnun MMR. Í úrtaki fyrir könnunina voru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi var 953. Könnunin var gerð dagana 7.-12. maí 2021.

Einungis 2,5 prósentustig skilja að næstu flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Það eru Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn sem raða sér í 2.-6. sæti í mælingunni. Sé tillit tekið til vikmarka í könnuninni þá er ekki hægt að fullyrða hvaða flokkur er næst vinsælastur í könnun MMR.

Stjórnarflokkarnir þrír virðast þó vera vinsælustu flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis í kosningum í haust. Fimmtíu og fimm komma eitt prósent svarenda í könnuninni segjast styðja ríkisstjórnina, sem er rúmu prósentustigi minna en í síðustu könnun. Samanlagður stuðningur við ríkisstjórnarflokkana er á bilinu 43,4 til 59 prósent.

Könnunin var gerð dagana 7.-12. maí 2021 og svarendur voru 953 talsins, 18 ára og eldri, úr hópi álitsgjafa MMR.

Höfundur er meistarnemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, í starfsnámi á fréttastofu RÚV.