Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kjartan Henry gerir þriggja ára samning við KR

Mynd með færslu
 Mynd: EFD.DK

Kjartan Henry gerir þriggja ára samning við KR

12.05.2021 - 09:38
KR hefur greint frá því að félagið hefur gert þriggja ára samning við Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan kemur frá Esbjerg í Danmörku til KR-inga.

Kjartan, sem er 34 ára, lék með KR tímabilin 2003-2004 og frá 2010-2014 og varð Íslandsmeistari með KR í tvígang og þrisvar bikarmeistari. „Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í Vesturbæinn eftir árabil í atvinnumennsku og verður hjá KR næstu þrjú tímabilin," segir í tilkynningu frá KR.

Kjartan hefur leikið víða erlendis á ferlinum en ekk til liðs við Esbjerg í janúar en samningur hans átti að renna út í júní. Hann fékk samningnum rift og gat því gengið til liðs við  uppeldisfélag sitt, KR, áður en félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar í dag. Esbjerg mistókst að vinna sér sæti í efstu deild í Danmörku í fyrradag og var Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, látinn fara frá liðinu.

KR er sem stendur með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deildinni en mætir Fylki í kvöld. Kjartan er sem stendur í sóttkví en reikna má með að hann nái leiknum gegn Val á mánudaginn kemur.

 

Óóó Kjartan Henry... Velkominn heim á Meistaravelli Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í...

Posted by Knattspyrnufélag Reykjavíkur on Wednesday, May 12, 2021

Tengdar fréttir

Fótbolti

Kjartan Henry á leið í KR

Fótbolti

Ólafur Kristjánsson látinn fara frá Esbjerg