Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hungursneyð vofir yfir á Madagaskar

12.05.2021 - 03:52
epaselect epa07828459 People who fight against wind and dust in Soamandrakizay in Antananarivo, Madagascar, 08 September 2019. Pope Francis visits Mozambique, madagascar and Mauritius from 04 to 10 September 2019  EPA-EFE/Henitsoa Rafalia
 Mynd: epa
Hungursneyð vofir yfir ríflega milljón manns á sunnanverðu Madagaskar, vegna lengstu og alvarlegustu þurrka sem þar hafa geisað um áratugaskeið. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu. Úrkoma hefur verið afar lítil á suðurhluta Madagaskars síðustu fimm ár og uppskera brugðist ár eftir ár. Ofan á uppskerubrestinn bætast skógeyðing og skelfilegir sandstormar, sem valdið hafa ómældu tjóni.

Í frétt The Guardian segir að fátækar fjölskyldur á sunnanverðri eyjunni neyðist til afla sér matar úti í náttúrunni og leggja sér plöntur til munns sem eru tæplega ætar og þar að auki hættulegar börnum og þunguðum konum. Þá hafi starfsfólk hjálparsamtaka orðið vitni að því að fólk borði maura og jafnvel eðju blandaða trefjum og laufum tamarind-trjáa til að seðja sárasta hungrið. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV