Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Gönguleiðin að gosstöðvunum lokuð í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Lokað er fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda við gönguleið að gosinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hvenær verði opnað í kvöld.

Að sögn Boga Adolfssonar, formanns björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, var orðið tímabært að laga gönguleiðina enda voru slys orðið of algeng. 

Auðvitað geti farið fólk aðrar leiðir að gosstöðvunum en þurfi að átta sig á að gasmengun geti verið á svæðinu. Lengra sé í viðbragðsaðila ef eitthvað kemur upp á eins og staðan er núna.

Fréttin var uppfærð klukkan 13:06.