Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

„Gjörsamlega glórulaus tækling“

Mynd: Mummi Lú / RÚV

„Gjörsamlega glórulaus tækling“

12.05.2021 - 20:29
KA vann Leikni í dag í úrvalsdeild karla í fótbolta 3-0 á Dalvíkurvelli. Sigurður Heiðar Höskuldsson var allt annað en sáttur með leikmann sinn Octavio Páez sem var rekinn af velli eftir ljótt brot seint í leiknum.

„Gjörsamlega glórulaus tækling og eitthvað sem við viljum alls ekki standa fyrir, ég var virkilega ósáttur við minn mann þar,“ segir Sigurður sem var eðlilega sömuleiðis svekktur eftir leikinn. 

„Hann var ekki góður af okkar hálfu og sérstaklega fyrri hálfleikurinn, við erum mjög svekktir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Við komum mikið beittari inn í seinni hálfleikinn en fáum svo aðra klaufalega vítaspyrnu dæmda á okkur og eftir það var þetta erfitt.“

Arnar Grétarsson þjálfari KA var ánægður með stigin þrjú, að halda hreinu og skora þrjú mörk. 

„Varnarlega séð vorum við mjög góðir í leiknum, ég held að Leiknir hafi fengið eitt færi seint í leiknum. Á boltanum vorum við mjög slakir, mikið um feilsendingar undir engri pressu, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ segir Arnar.

Viðtöl við þá Sigurð og Arnar er að finna í spilaranum að ofan.