Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Erlín bætti Íslandsmetið og hékk í tæpar 17 mínútur

Mynd: RÚV / RÚV

Erlín bætti Íslandsmetið og hékk í tæpar 17 mínútur

12.05.2021 - 15:10
Erlín Katla Hansdóttir úr Flóaskóla bætti Íslandsmetið í hreystigreip í Skólahreysti í dag. Íslandsmetið var síðast slegið í gærkvöld og hafði þá staðið í 5 ár.

Erlín Katla hékk á slánni í hvorki meira né minna en 16 mínútur og 58 sekúndur í dag. Það er einni mínútu og 56 sekúndum lengur en Íslandsmetið sem féll í gær. Iðunn Embla Njálsdóttir sló þá Íslandsmet frá árinu 2016 þegar hún hékk í 15 mínútur og 2 sekúndur.

Skólahreysti er nú í fullum gangi á RÚV og verða tvær undankeppnir í viðbót í beinni útsendingu í dag klukkan 17 og 20.

Myndskeið frá því þegar Erlín bætti metið og viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.