Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sjónvarpsfréttir: Gróðureldar á þremur stöðum

11.05.2021 - 18:35
Gróðureldar loguðu á þremur stöðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hættustig almannavarna vegna gróðurelda hefur tekið gildi.  

Heilt vistkerfi brennur í gróðureldum. Þetta er viðkvæmur tími fyrir mýs og það er misjafnt hvernig gróðurinn nær sér á strik, segja sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar.

Minnst 28 Palestínumenn hafa beðið bana í árásum Ísraelshers á Gaza og tvær ísraelskar konur féllu í flugskeytaárás. Efnt var til samstöðufundar með Palestínumönnum á Austurvelli í dag. 

Eldgosið í Fagradalsfjalli er nú tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af og eldstrókarnir sem standa upp úr gígnum í Geldingadölum ná hátt í 300 metra hæð. Ekkert bendir til þess að gosinu sé að ljúka.

Kampakátir fullbólusettir eldri borgarar komu í land á Seyðisfirði í morgun eftir hópferð til Færeyja. Þetta var fyrsta skipulagða hópferðin erlendis í langan tíma. 

 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV