Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Myndskeið: Iðunn Embla setti Íslandsmet í hreystigreip

Mynd: RÚV / RÚV

Myndskeið: Iðunn Embla setti Íslandsmet í hreystigreip

11.05.2021 - 21:27
Iðunn Embla Njálsdóttir, sem keppir fyrir Réttarholtsskóla í Skólahreysti, setti Íslandsmet í hreystigreip í keppni kvöldsins. Hún hékk á slánni í yfir korter.

Iðunn Embla gerði sér lítið fyrir og hékk á slánni í 15 mínútur og tvær sekúndur og bætti um leið Íslandsmet Katrarínu Eikar Sigurjónsdóttur sem keppti sömuleiðis fyrir Réttarholtsskóla 2016.

Gamla metið hafði staðið í heil fimm ár og Iðunn bætti metið um hvorki meira né minna en tvær mínútur og tuttugu og tvær sekúndur.

Þrjár undankeppnir í Skólahreysti verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV á morgun, klukkan 14, 17 og 20.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að sjá Iðunni slá metið.