Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Búið að slökkva í gróðureldi í Grímsnesi

11.05.2021 - 14:12
Mynd með færslu
 Mynd: Anna Lilja Þórisdóttir - RÚV
Búið er að ráða niðurlögum gróðurelds sem kviknaði í landi Hæðarenda í Grímsnesi laust fyrir hádegið í dag. Að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarfið vel og tókst slökkviliðsmönnum að hefta útbreiðslu eldsins í nærliggjandi sumarhús.

Í fyrsta sinn er hættustig í gildi vegna gróðurelda. Almannavarnir hafa, í samráði við slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið og banna allan opinn eld
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV