Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sjö látnir eftir skotárás í afmælisveislu í Colorado

10.05.2021 - 01:27
Family and friends of the victims who died in a shooting, comfort each down the street from the scene in Colorado Springs, Colo., on Sunday, May 9, 2021. The suspected shooter was the boyfriend of a female victim at the party attended by friends, family and children. He walked inside and opened fire before shooting himself, police said. Children at the attack weren’t hurt and were placed with relatives. (Jerilee Bennett/The Gazette via AP)
 Mynd: AP
Sjö eru látnir eftir að maður hóf skotárás í afmælisveislu í Colorado í Bandaríkjunum í dag. Að sögn lögreglunnar í Colorado Springs er árásarmaðurinn meðal hinna látnu. Hann skaut sex manns í veislunni til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést af sárum sínum.

Árásarmaðurinn er sagður hafa verið kærasti konu sem hann myrti í veislunni. Hann ók að húsinu, gekk inn, skaut á veislugesti og svo sig sjálfan. Lögregla rannsakar nú hvers vegna maðurinn gerði árásina. 

Engin barnanna sem voru í veislunni særðust í árásinni að sögn lögreglu. Ættingjar hlúa nú að þeim. Vince Niski, lögreglustjóri í Colorado Springs, sagði alla lögreglumenn sem fóru á vettvang vera í áfalli. Þetta sé nokkuð sem enginn vilji sjá. John Suthers, borgarstjóri Colorado Springs, sagði allt samfélagið harma þennan hryllilega ofbeldisglæp. 

192 fjöldaskotárásir, þar sem fjórir eða fleiri eru særðir eða drepnir, hafa verið gerðar í Bandaríkjunum það sem af er ári. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV