Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fimm útköll vegna sinubruna í gær

10.05.2021 - 07:17
Mynd með færslu
 Mynd: Ingvar Haukur Guðmundsson
Eldur kviknaði í sinu á Laugarnestanga í Reykjavík rétt fyrir miðnætti í gærkvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn dælubíll sendur á vettvang, og tók skamman tíma að slökkva eldinn.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í fimm útköll vegna sinubruna í gær og biður fólk um að fara sérstaklega varlega með eld. Veðurstofan varar við því að gróður sé mjög þurr sunnan- og vestanlands og ekki útlit fyrir rigningu fyrr en á fimmtudag. Óvissustig almannavarna er í gildi vegna hættu á gróðureldum.

Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld fékk lögregla tilkynningu um tvo drengi sem voru að brenna pappír við Vatnsendablett.

Þá var óskað aðstoðar lögreglu á veitingahús í miðborginni í gærkvöld vegna fjársvika.  Gestur sem fékk afgreiddar veitingar gat ekki greitt fyrir veigarnar. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í ljósmyndavöruverslun, hverfi 105.  Spennt upp hurð þar sem farið var inn og stolið verðmætum munum