Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Westbrook jafnaði met Robertson í nótt

Washington Wizards' Russell Westbrook waves to fans as he leaves the court following an NBA basketball game against the Indiana Pacers, Saturday, May 8, 2021, in Indianapolis. Washington won 133-132 in overtime. (AP Photo/Darron Cummings)
 Mynd: AP

Westbrook jafnaði met Robertson í nótt

09.05.2021 - 05:13
Bandaríski körfuboltamaðurinn Russell Westbrook jafnaði í nótt met Oscar Robertson í NBA deildinni. Þegar Westbrook sendi tíundu stoðsendingu sína í leik Washington Wizards gegn Indiana Pacers náði hann þrefaldri tvennu, þeirri 181. á ferlinum.

Þreföld tvenna er þegar leikmenn ná tveggja stafa tölu í þremur tölfræðiliðum í körfubolta. Westbrook lauk leiknum með 33 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar, og tryggði liði sínu sigur með því að skora úr tveimur vítaskotum þegar ein sekúnda var eftir í framlengingu. Lokatölur 133-132.
Westbrook sagðist vart trúa þessu að leik loknum, þegar honum var ljóst að hann hafi náð að jafna met Robertson. Robertson lék í NBA deildinni frá 1960 til 1974. 

Westbrook hirti metið yfir flestar þrefaldar tvennur á einu tímabili af Robertson á tímabilinu 2016-17, þegar hann náði þeim árangri 42 í 81. Þá náði Westbrook einnig árangri sem Robertson sat einn að þangað til, þegar hann var með þrefalda tvennu að meðaltali yfir tímabilið. Honum tókst það einnig næstu tvö tímabil á eftir, og stefnir að því á þessu tímabili.

Tengdar fréttir

Körfubolti

Ótrúlegar tölur hjá Westbrook í mikilvægum sigri

Körfubolti

Westbrook valinn leikmaður tímabilsins í NBA