Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

WBA fallið úr ensku úrvalsdeildinni

epa09188465 West Bromwich players react after the English Premier League soccer match between Arsenal FC and West Bromwich Albion in London, Britain, 09 May 2021.  EPA-EFE/Andy Rain / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA - RÚV

WBA fallið úr ensku úrvalsdeildinni

09.05.2021 - 20:18
West Bromwich Albion er fallið úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap fyrir Arsenal í dag á Emirates-vellinum í London.

Arsenal vann 3-1. Emile Smith-Rowe og Nicolas Pépé skoruðu fyrir Arsenal í fyrri hálfleik og staðan 2-0 í leikhléi. Matheus Pereira minnkaði muninn fyrir WBA á 67. mínútu en Willian skoraði síðasta mark leiksins í uppbótartíma og niðurstaðan 3-1. 

Arsenal fór með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar en WBA er fallið í nítjánda og næstneðsta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu. WBA kom ásamt Leeds upp í úrvalsdeild fyrir tímabilið. Sheffield United er í neðsta sæti og var sömuleiðis fallið.