Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

United slær fögnuði City á frest

epa09187853 Edinson Cavani of Manchester United celebrates after scoring the 3-1 lead during the English Premier League soccer match between Aston Villa and Manchester United in Birmingham, Britain, 09 May 2021.  EPA-EFE/Shaun Botterill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA - RÚV

United slær fögnuði City á frest

09.05.2021 - 15:47
Í gær kom Chelsea í veg fyrir að Manchester City fagnaði Englandsmeistaratitli í fótbolta karla en það kom í hlut grannanna í United í dag.

United mætti Aston Villa á útivelli og hefði þeim síðarnefndu tekist að vinna væri titillinn City-manna. 

Bertrand Traore kom Villa yfir á 24. mínútu og staðan í leikhléi 1-0. United-menn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og fengu dæmt víti á 52. mínútu. Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði örugglega. Einungis nokkrum mínútum seinna komust gestirnir svo yfir með marki frá Mason Greenwood. Edinson Cavani innsiglaði 3-1 sigur United á 87. mínútu. Stuttu síðar var Villa-maðurinn Ollie Watkins rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. 

Tíu stigum munar nú á City og United, City á þrjá leiki eftir en United fjóra. Aston Villa er í ellefta sæti deildarinnar. 

Einum öðrum leik er lokið af fjórum sem eru á dagskrá deildarinnar í dag. Wolves unnu Brighton 2-1. Adama Traore og Morgan Gibbs-White skoruðu mörk Úlfanna eftir að Lewis Dunk hafði komið Brighton yfir snemma leiks.