Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tryggvi og félagar með brons

epa08762975 Pszczólka Start Lublin's player Kacper Borowski (R) fights for the ball Casademont Zaragoza's player Tryggvi Hlinason (L) during the  FIBA Champions League group D basketball match between Pszczolka Start Lublin and Casademont Zaragoza in Lublin, Poland, 21 October 2020.  EPA-EFE/Wojtek Jargilo POLAND OUT
 Mynd: EPA

Tryggvi og félagar með brons

09.05.2021 - 15:18
Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í spænska körfuboltaliðinu Zaragoza tryggðu sér í dag bronsverðlaun í Meistaradeild FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins. Það gerðu þeir með sigri á franska liðinu Strasbourg 89-77. Spilað var í Rússlandi.

Tryggvi spilaði tólf mínútur, skoraði fjögur stig, tók tvö fráköst og átti eina stoðsendingu. 

Tyrkneska liðið Pinar Karsiyaka sem Zaragoza tapaði fyrir í undanúrslitum á föstudag mætir San Pablo Burgos frá Spáni í úrslitaleik keppninnar síðar í dag.