Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Stendur ekki í vegi laga um hálendisþjóðgarð

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að taka verði tillit til ábendinga sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila þegar kemur að því að ákveða hvort frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður að lögum. Í stjórnarsáttmála gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að slíkur þjóðgarður yrði að veruleika. Bjarni segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum. 

Sjálfstæðismenn hafi staðið að því að leggja það mál hér fyrir Alþingi til þinglegrar meðferðar. Hann bendir á að borist hafi fjölmarga umsangir og úr þeim þurfi að vinna. 

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi þetta mál með fyrirvörum um að gera þyrfti breytingar og framhald málsins ræðst þá af því hvernig gengur að vinna úr málinu eftir þinglegu meðferðina, eftir allar þessar ábendingar fjölmargra aðila, til dæmis á Suðurlandi, sveitarstjórna og annarra haghafa sem við teljum að þurfi að taka tillit til.