Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sinueldur í Hafnarfirði

Mynd: Freyr Arnarson / RÚV
Eldur kviknaði í hrauni í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag, rétt við Slökkvistöðina við Skútahraun. Mikinn reykjarmökk leggur frá eldinum. Varðstjóri segist telja að slökkviliðið hafi stjórn á aðstæðum og að eldurinn hafi haldist ofan í gjótum. „Við reynum að halda því þannig,“ segir hann. Þó sé erfitt að ráða við logandi mosa.

Óvissustig hefur verið í gildi frá því á fimmtudag vegna hættu á gróðureldum á Suður- og Vesturlandi eftir mikla þurrka síðustu daga. 

Uppfært 15:37: Eldurinn nær yfir um 600 fermetra svæði en slökkviliðið hefur náð tökum á honum. „Þetta er ekki stór eldur en það er erfitt að komast að glóðinni í mosanum,“ segir varðstjóri. 

Uppfært 15:58: Slökkvistörfum er lokið.

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV