Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hafa þungar áhyggjur af ástandinu

epa09186570 Israeli police during a protest in Damascus gate supporting Palestinian families that face eviction from their homes at Sheikh Jarrah neighborhood, in Damascus gate in Jerusalem, 08 May 2021. An Israeli court in East Jerusalem ordered the eviction of six Palestinian families from their homes in favor of Jewish families who claimed they used to live in the houses before fleeing in the 1948 war that led to the creation of Israel. The Palestinian residents filed an appeal and a final verdict is expected on 10 May.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, eða Miðausturlanda-kvartetinn, lýsir þungum áhyggjum yfir ofbeldi í Jerúsalem eftir átök lögreglu og mótmælenda í borginni undanfarið.

Yfir 200 hlutu áverka í átökum í fyrradag og tugir í gær. Kvartetinn lýsir áhyggjum sínum yfir daglegum átökum og ofbeldi í Austur-Jerúsalem, sérstaklega við Musterishæðina í fyrrakvöld. Þá segir í yfirlýsingu þeirra að herskáar yfirlýsingar stjórnmálaafla valdi kvartettinum áhyggjum, sem og sendingar flugskeyta og eldblaðra frá Gaza yfir til Ísraels og árásir á palestínsk búsvæði á Vesturbakkanum.