Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Guðni vann silfur í Split

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Guðni vann silfur í Split

09.05.2021 - 12:31
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason vann í dag til silfurverðlauna á evrópska vetrarkastmótinu sem stendur yfir í Split í Króatíu.

Guðni kastaði kringlunni 63,66 metra sem er talsvert frá Íslandsmeti hans frá því í fyrra, 69,35 metrar. 

Guðni var lengi vel í efsta sæti keppninngar í Split eða allt þar til Ungverjinn János Huszák kastaði 65,25 metra í fimmtu tilraun af sex og tók gullið. 

Engum tókst að ná Ólympíulágmarki á mótinu í dag en það er 66 metrar. Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tokyo í sumar. Fleiri tækifæri munu þó gefast til að tryggja sig á leikana því fleiri mót verða haldin á næstunni. Keppendur hafa möguleika til 29. júní til að ná lágmörkum.