Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bandarísk olíuleiðsla óvirk eftir netárás

epa09185942 An image made with a drone shows fuel tanks at a Colonial Pipeline breakout station in Woodbine, Maryland, USA, 08 May 2021. A cyberattack forced the shutdown of 5,500 miles of Colonial Pipeline's sprawling interstate system, which carries gasoline and jet fuel from Texas to New York.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Loka varð fyrir stærstu olíuleiðslu Bandaríkjanna í dag vegna netárásar. Í yfirlýsingu Colonial Pipeline segir að árásin hafi haft áhrif á hluta tölvukerfis þess og komið í veg fyrir alla starfsemi fyrirtækisins til skamms tíma. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um hvers kyns áhrifum árásin olli, en skemmdir eru taldar afar litlar ef einhverjar.

Leiðslur Colonial Pipeline liggja frá ströndum Texas að austurströnd Bandaríkjanna. Samanlögð lengd þeirra er nærri níu þúsund kílómetrar. 
Colonial er stærsta olíuleiðslufyrirtæki Bandaríkjanna hvað flutt magn varðar. 2,5 milljónir tunna af olúi fara um leiðslur þeirra á degi hverjum.

Netöryggisfyrirtæki var fengið til þess að rannsaka áhrif árásarinnar, og alríkisyfirvöldum hefur verið gert viðvart að sögn AFP fréttastofunnar. 
Algirde Pipikaite, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Alþjóðaefnahagsráðinu, segir árásina óvenjulega fyrir Bandaríkin. Það verði hins vegar að horfa til þess að árásum á þessu tagi á tæknilega innviði fer fjölgandi á heimsvísu. Þeim eigi svo bara eftir að fjölga enn frekar ef ekki sé gripið til viðeigandi netvarna við uppbyggingu innviða.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV