Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sigur SNP eykur líkur á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði

epa09183767 Scotland's First Minister and leader of the Scottish National Party (SNP), Nicola Sturgeon celebrates being declared the winner of the Glasgow Southside seat at Glasgow counting centre in the Emirates Arena in Glasgow, Britain 07 May 2021. People in Scotland headed to the polls on 06 May to elect 129 members of the Scottish Parliament. The vote count began on 07 May and the final results are expected to be announced on 08 May.  EPA-EFE/ROBERT PERRY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Niðurstöður liggja fyrir í þingkosningum í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fær 64 sæti á þinginu. Til að ná hreinum meirihluta hefði flokkurinn þurft að ná einu sæti til viðbótar en 129 sitja á þinginu í Holyrood.

Sturgeon, sem er fyrsti ráðherra Skotlands, segir að bresk stjórnvöld komist ekki hjá því að heimila nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur alfarið hafnað þeim hugmyndum og segir kröfuna ábyrgðarlausa og glannalega. Sturgeon segir að með stuðningi Græningja sé aukinn meirihluti fyrir sjálfstæði í þinginu.

Engin lýðræðisleg rök, hvorki frá Johnson né öðrum, séu fyrir því að stöðva Skota frá því að greiða atkvæði um framtíð sína.

Hún hefur þegar hafið undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram eftir að mesta ógnin af kórónuveirufaraldrinum er yfirstaðin og ekki síðar en fyrir árslok 2023.

Skoski íhaldsflokkurinn er næststærstur flokka á þinginu með 31 þingmann kjörinn, Verkamamannaflokkurinn fær 22, Græningjar átta og Frjálslyndir demókratar fjóra. Litlar breytingar verða á skipan þingsins frá því eftir kosningarnar 2016.