Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Indverska afbrigðið gæti verið ónæmt fyrir mótefni

epa08213673 Soumya Swaminathan, WHO's Chief Scientist, informs the media about the response COVID-19 after the conclusions of the Global Research and Innovation Forum, during a new press conference, at the World Health Organization (WHO) headquarters in Geneva, Switzerland, 12 February 2020. The disease caused by the novel coronavirus (SARS-CoV-2) has been officially named COVID-19 by the World Health Organization (WHO).  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
 Mynd: EPA-EFE - Keystone
Það afbrigði kórónuveirunnar sem nú fer sem eldur í sinu um Indland virðist meira smitandi en önnur. Auk þess telja vísindamenn sig sjá vísbendingar um að það komist framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita.

Soumya Swaminathan sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni staðfestir þetta í samtali við AFP -fréttastofuna.

Þetta afbrigði veirunnar,  B.1.617, er skráð sem áhyggjuefni hjá breskum og bandarískum heilbrigðisyfirvöldum en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ekki fært það á það stig enn.

Swaminathan segir stökkbreytingar í afbrigðinu mögulega gera það ónæmt fyrir mótefni fengnu með bólusetningum eða eftir smit. Hún segir að þó að ekki megi kenna afbrigðinu einu um þá stöðu sem nú sé uppi á Indlandi.

Þar hafi of ríkulegar tilslakanir þegar smitum fækkaði mjög mest áhrif. Skrásett dauðsföll á einum sólarhring þar í landi fóru í fyrsta skipti yfir fjögur þúsund í dag.

Ný smit eru fleiri en 400 þúsund. Sérfræðingar fullyrða að tilfellin séu mun fleiri en opinberar tölur gefi til kynna.