Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HK í úrslit og KA í oddaleik

Mynd með færslu
 Mynd: Sigga Þrúða - RÚV

HK í úrslit og KA í oddaleik

08.05.2021 - 21:34
HK tryggði sig í dag áfram í úrslit Íslandsmóts kvenna í blaki. Þar mætir liðið annað hvort Aftureldingu eða KA.

HK vann Þrótt Nes í dag 3-0 í seinni leik liðanna í undanúrslitum. Afturelding og KA mættust öðru sinni í kvöld, KA hafði betur 3-1, staðan í einvíginu þar með 1-1 og því þurfa liðin að mætast aftur á þriðjudag. 

Liðið sem vinnur mætir HK í úrslitum. Þar þarf að vinna tvo leiki til að fagna Íslandsmeistaratitli.