Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bæjarar fagna enn einum titlinum

epa09186241 Bayern's players celebrate winning  the German Bundesliga title after the match between FC Bayern Munich and Borussia Moenchengladbach in Munich, Germany, 08 May 2021.  EPA-EFE/MATTHIAS SCHRADER / POOL CONDITIONS - ATTENTION: The DFL regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA - RÚV

Bæjarar fagna enn einum titlinum

08.05.2021 - 21:06
Bayern München er þýskur meistari í fótbolta karla níunda árið í röð. Það varð ljóst þegar Leipzig tapaði fyrir Borussie Dortmund í dag.

Bayern tók svo á móti Borussia Mönchengladbach og vann stórsigur 6-0. Staðan að fyrri hálfleik loknum var 4-0. Robert Lewandowski hafði þá skorað tvö, Thomas Muller eitt og Kingsley Coman eitt. 

Lewandowski bætti þriðja marki sínu við í síðari hálfleik úr vítaspyrnu áður en fækkaði í hópnum á 75. mínútu þegar varnarmaðurinn Tanguy Nianzou fékk að líta rauða spjaldið og var rekinn af velli örfáum mínútum eftir að honum var skipt inn á. Það hafði ekki meiri áhrif en það að enn bættu Bæjarar í. Leroy Sane skoraði sjötta markið á 86. mínútu og þar við sat.