Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Úrvalsdeildarsæti Newcastle á næsta ári næstum tryggt

epa09184077 Paul Dummett of Newcastle (C-R) scores his team's second goal during the English Premier League soccer match between Leicester City and Newcastle United in Leicester, Britain, 07 May 2021.  EPA-EFE/Alex Pantling / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Úrvalsdeildarsæti Newcastle á næsta ári næstum tryggt

07.05.2021 - 21:12
Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, viðureign Leicester og Newcastle. Sigur hefði farið langleiðina með að tryggja Leicester eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Svo fór hins vegar ekki en Newcastle hafði betur 4-2.

Gengi Newcastle hefur verið ágætt upp á síðkastið en þeir hafa sótt mikilvæga sigra í þremur af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir héldu því áfram á King Power vellinum í kvöld en Joe Willock opnaði markareikning Newcastle á 22. mínútu með laglegu marki. Paul Dummett skoraði svo annað mark fyrir Newcastle áður en flautað var til hálfleiks. Callum Wilson innsiglaði góðan leik Newcastle manna og breytti stöðunni í 4-0 með tveimur mörkum á 64. og 73. mínútu.

Leikmenn Leicester tóku við sér þegar rétt tæpar 10 mínútur voru til leiksloka með mörkum frá Marc Albrighton og Kelechi Iheanacho. Það var hins vegar of lítið of seint og lokatölur 4-2 fyrir Newcastle.

Með sigrinum fór Newcastle upp í 13. sæti deildarinnar og er langt komið með að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni á næsta ári. Leicester er enn í þriðja sæti deildarinnar þar sem það háir harða baráttu um Meistaradeildarsæti. Sigur í kvöld hefði verið mikilvægur fyrir liðið sem á eftir að spila þrjá leiki það sem eftir lifir tímabili, á móti Manchester United, Chelsea og Tottenham, sem eru öll í sömu Meistaradeildarbaráttu.