Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Nágranni slökkti eld í runna

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í runna í austurbæ Reykjavíkur á öðrum tímanum í nótt. Í dagbók lögreglunnar segir að nágranni hafi verið að leggja lokahönd á slökkvistörf þegar lögreglumenn mættu á vettvang.

Mjög þurrt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu líkt og víðar á sunnan- og vestanverðu landinu, og verður því að fara varlega með allan eld svo ekki hljótist tjón af. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Ákvörðunin var tekin í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. Mjög þurrt hefur verið á þessum landshluta undanfarna daga, og spáð er áframhaldandi þurrki næstu daga. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV