Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fréttir: Ný #metoo-bylgja er risin á Íslandi

07.05.2021 - 18:46
Ný #metoo-bylgja er risin. Aðgerðarsinnar telja fjölda þeirra kvenna sem hefur greint frá kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum síðustu daga til marks um hversu alvarlegur vandinn er.  

Fimmtíu mega koma saman í stað tuttugu þegar slakað verður á sóttvarnaaðgerðum frá og með mánudegi. Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að hætta að skima ferðamenn með bólusetningarvottorð svo unnt sé að anna öðrum skimunum.

Enn fjölgar kórónuveirusmitum á Indlandi, þar sem fjögur hundruð þúsund COVID-19 smit voru staðfest í gær. Rauði krossinn á Íslandi skorar á stjórnvöld hér á landi að koma til hjálpar

Landeigendur eru farnir að undirbúa mikla uppbyggingu við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Gert er ráð fyrir að eldgosið í Geldingadölum verði einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.

Mikið annríki er hjá bændum þessar vikurnar því sauðburður er hafinn víðast hvar á landinu. Sumir bændur segja þetta skemmtilegasta tíma ársins í búskapnum.
 

 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV