Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sögulegt hjá Chelsea - bæði liðin í úrslitum

epa08633640 Erin Cuthbert of Chelsea (3-L) celebrates with teammates after scoring their team's second goal during English FA Women's Community Shield soccer match between Chelsea and Manchester in London and Liverpool FC at the Wembley stadium in London, Britain, 29 August 2020.  EPA-EFE/Andrew Couldridge / POOL
 Mynd: EPA

Sögulegt hjá Chelsea - bæði liðin í úrslitum

06.05.2021 - 08:27
Chelsea komst í gærkvöld í úrslit Meistaradeildar karla í fótbolta eftir sigur á Real Madrid í undanúrslitaeinvíginu. Þetta þýðir að bæði lið Chelsea, karla- og kvennaliðið, leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu á sama árinu.

Timo Werner og Mason Mount gerðu mörkin í 2-0 sigri Chelsea á Madrídingum í gær og vann Chelsea einvígið samanlagt 4-1. Chelsea mætir Manchester City í enskum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár.

Á sunnudag komst kvennalið Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir sigur á Bayern München. Chelsea mætir Barcelona í úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Chelsea kemst alla leið í Meistaradeildinni og eins í fyrsta sinn í 12 ár þar sem kvenþjálfari kemst alla leið með sitt lið í deild þeirra bestu. Emma Hayes er þjálfari Chelsea. 

Árangur Chelsea á þessari leiktíð er því sögulegur því aldrei áður hefur félagsliði tekist að koma báðum sínum liðum í úrslit Meistaradeildar á sömu leiktíð.