Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

COVAX pantar 350 milljón skammta af bóluefni Novavax

epa08954953 Syringes with vaccine against Covid-19 are prepared at the vaccination centre in Giessen, Germany, 21 January 2021.  EPA-EFE/OLIVER VOGLER / POOL
 Mynd: epa
COVAX-samstarfið, alþjóðlega bólusetningarátakið gegn COVID-19, hefur samið um kaup á 350 milljónum skammta af bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Novavax.

Fyrr á árinu greindi fyrirtækið frá því að þriðja fasa prófanir á bóluefninu sýndu 89,3% virkni og góðan árangur gegn breska afbrigði veirunnar. Það veitti þó minni vernd gegn því suður-afríska.

Nægilegt er að geyma efnið í ísskáp en gefa þarf tvo skammta af því til að ná fullum áhrifum. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja öllum löndum bóluefni óháð efnahag þeirra.

Að því gefnu að bóluefnið fáist samþykkt af þar til bærum yfirvöldum er gert ráð fyrir að dreifing þess hefjist þegar á þriðja fjórðungi ársins.