Tími Netanyahus til stjórnarmyndunar liðinn

05.05.2021 - 02:11
epa08922432 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu visits the anti-coronavirus vaccination facility in Jerusalem, Israel, 06 January 2021. Netanyahu announced that Israel would go into a full two weeks of tight lockdown starting 08 January, including the entire education system, after health officials demanded urgent action over the soaring coronavirus infection rate that has put COVID-19 wards across the country on the brink of collapse.  EPA-EFE/MARC ISRAEL SELLEM / POOL
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Mynd: EPA-EFE - JPOST POOL
Frestur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til þess að mynda nýja ríkisstjórn rann út á miðnætti að staðartíma. Hann fékk fjórar vikur til þess að reyna að mynda ríkisstjórn, þá fjórðu á innan við tveimur árum.

Likud-flokkur Netanyahus hlaut flest þingsæti í kosningunum 23. mars, þó hann væri fjarri því að ná hreinum meirihluta. Forsetinn Reuven Rivlin greindi frá því í gærkvöld að Netanyahu hafi tilkynnt honum að hann næði ekki að mynda stjórn og umboðið sé því aftur komið á borð forseta. 

Algjör pattstaða er í ísraelskum stjórnmálum. Erfitt er að mynda nýja stjórn án samstarfs svarinna andstæðinga, hvar sem þeir eru staddir á pólitíska ásnum. Rivlin ætlar að hafa samband við stjórnmálaleiðtoga í dag varðandi framhaldið. Hann gæti fært öðrum leiðtoga 28 daga stjórnarmyndunarumboð. Að sögn AFP fréttastofunnar eru mestar líkur á því að hann færi stjórnarandstöðuleiðtoganum Yair Lapid umboðið. Miðjuflokkur hans, Yesh Atid, hlaut næst flest atkvæði í kosningunum í mars. Lapid staðfesti fyrir nokkru að hann hafi boðið Naftali Bennett, fyrrverandi flokksbróður Netanyahu, stjórnarsamstarf gegn því að Bennett verði forsætisráðherra fyrri helming kjörtímabilsins. Bennett stofnaði nýjan flokk, Nýja von, ásamt fleiri fyrrum Likud-mönnum. Leiðtogi Nýrrar vonar, Gideon Sarr, hefur áður sagt að markmið flokksins sé að koma Netanyahu frá völdum.