Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þrír menn börðu aldraðan mann til óbóta

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Þrír menn réðust á aldraðan mann með bareflum í Laugardalshverfinu í Reykjavíkur síðdegis í dag og börðu til óbóta. Þeir stálu af honum ýmsum munum, brutu gleraugu hans og skildu hann eftir liggjandi í blóði sínu. Lögreglu barst tilkynning um árásina rétt fyrir klukkan fimm í dag og í tilkynningu frá lögreglu segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Vitað sé hverjir voru að verki.

Ekki hafa fengist frekari upplýsingar að svo stöddu.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV