Prjónar hunda og berst fyrir hundahaldi

Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn

Prjónar hunda og berst fyrir hundahaldi

05.05.2021 - 07:35

Höfundar

„Ég bý þetta til allt sjálfur. Ég þurfti að læra að fitja upp og fella af til að rifja upp þegar ég var í Langholtsskóla einu sinni,“ segir Sigtryggur Einar Sævarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi.

Safnar fyrir Kattholt og Villiketti

Sigtryggur, ásamt fjölmörgum öðrum íbúum á Sólheimum, vinnur daglega í listasmiðju staðarins að ýmiskonar listsköpun og handverki. Prjónakunnáttuna notar hann meðal annars til að búa til litla hunda og ketti: „Ég er búinn að prjóna kisurnar síðan haustið 2019 til að styrkja Kattholt og Villiketti,“

Vill að hundar verði leyfðir

Sigtryggur segir að hundarnir séu samt í uppáhaldi hjá honum. „Sérstaklega labrador, eins og Tinna heitin var. Við bræðurnir áttum Tinnu, þegar við bjuggum fyrir norðan. Hún var blönduð Labrador og Golden Retriever en leit samt út fyrir að vera Labrador vegna litarins og feldsins,“ segir Sigtryggur. 

Sigtryggur lætur sér ekki nægja að prjóna hunda. Hann er einnig ötull baráttumaður fyrir því að hundahald verði leyft á Sólheimum. „Ég er búinn að berjast fyrir hundahaldi í alveg tvö ár,“ segir Sigtryggur.