Myrti börn með sveðju í Brasilíu

Brasilískir herlögreglumennm
 Mynd: EPA - EFE
Ungur maður myrti þrjú börn og tvo starfsmenn leikskóla með sveðju í sunnanverðri Brasilíu í gær. Auk þess var eitt barn flutt sært á sjúkrahús. Börnin sem létust voru öll yngri en tveggja ára. Árásarmaðurinn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að fyrirfara sér með sveðjunni að árásinni lokinni.

Lögreglan segir ekki ljóst hvers vegna maðurinn réðist inn á leikskólann í bænum Saudades í Santa Catarina fylki. Nágrannar tilkynntu lögreglunni að maður vopnaður sveðju hafi ruðst inn á leikskólann og ráðist á starfsfólk og börn. Nokkrir tugir barna eru að jafnaði í leikskólanum, en starfsfólkið reyndi að koma þeim í skjól þegar maðurinn ruddist inn að sögn fréttastofu BBC

Yfirvöld í Santa Catarina fylki Brasilíu hafa lýst yfir þriggja daga sorg vegna málsins. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV