Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Miðflokkurinn stillir upp á lista

Mynd með færslu
 Mynd:
Stillt verður upp á framboðslista Miðflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Stjórnir kjördæmafélaga flokksins ákváðu þetta en stillt verður upp í öllum kjördæmum og taka uppstillingarnefndir til starfa á næstu dögum. Samhliða því verður auglýst eftir framboðum á heimasíðu flokksins.

Landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu í Reykjavík fyrstu helgina í júní. Á vef Miðflokksins segir að vonast sé til að þingið verði haldið í raunheimum, en boðað er til þingsins með fyrirvara um gildandi sóttvarnarreglur í júní. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV