Valur og Selfoss höfðu sætaskipti

Mynd með færslu
 Mynd:

Valur og Selfoss höfðu sætaskipti

04.05.2021 - 22:19
Liðin í 5. og 6. sæti Olísdeildar karla í handbolta, Valur og Selfoss, mættust á Selfossi í kvöld.

Selfyssingar byrjuðu afar vel en Valsmenn tóku öll völd á vellinu eftir um tíu mínútur.

Staðan var þó hnífjöfn í hálfleik, 15-15. Staðan var enn jöfn þegar korter var eftir, 21-21, en þá skoruðu Valsmenn fimm mörk í röð. Valur vann að lokum fimm marka sigur, 31-26. 

Vignir Stefánsson, Róbert Aron Hostert og Anton Rúnarsson skoruðu allir sex mörk hver fyrir Val en hjá Selfoss skoruðu þeir Guðjón Baldur Ómarsson og Atli Ævar Ingólfsson sex mörk. 

Valur komst fyrir vikið upp fyrir Selfoss og í 5. sætið, nú með 21 stig, en Selfoss er með 20 stig og sæti neðar.