Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gefa Hafnfirðingum matjurtafræ

30.04.2021 - 10:38
Mynd með færslu
 Mynd: Hafnarfjörður - RÚV
Allir Hafnarfirðingar fá í dag pakka með kryddjurtarfræjum að gjöf frá bæjarfélaginu. Gjöfinni er ætlað að hvetja Hafnfirðinga „til að staldra við, draga andann létt, lifa í núin og huga að mikilvægi eigin ræktunar í öllum skilningi,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá bænum.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, færði elstu nemendum leikskólans Smáralundar fræ í morgun. Í pakkanum eru fimm fræ sem eiga að spíra á 10-20 dögum. 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV