Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fimm sólrík og seiðandi

Mynd með færslu
 Mynd: Sad Night Dynamite

Fimm sólrík og seiðandi

30.04.2021 - 11:50

Höfundar

Hún er sólrík fimman að þessu sinni og við fáum huggulegheit frá; syni Bobs Marley ,reggítónlistarmanninum Damian Marley, dystópískan hipsterasmell frá Sad Night Dynamite, epíska rappsnilld frá Little Simz og dansvæna diskósmelli frá stuðboltunum Jazmine Sullivan ásamt Anderson .Paak og Keinemusic ásamt Sofie.

Damian "Jr. Gong" Marley - Life Is A Circle

Tónlistarmaðurinn Damian Robert Nesta "Jr. Gong" Marley er eins og flestir á Jamaica sonur Bob Marley, en móðir hans er Linda P þeirra eyjaskeggja Cindy Breakspeare sem var kosin ungfrú heimur árið 1976 og er líka jazz söngkona. Lagið Life Is A Circle er hugguleg ballaða og það fyrsta sem kemur út frá kappanum í töluverðan tíma og kom út í byrjun árs en nýlega sendi hann út myndband við það.


Sad Night Dynamite – Krunk

Dúettinn Sad Night Dynamite er ein af þeim sveitum sem var tilkynnt um í gær að kæmi á Iceland Airwaves í ár. Pjakkarnir koma frá Glastonbury og fræg keppast um að mæra sveitina sem má segja að spili tónlist sem hljómar eins og óskilgetið afkvæmi úr eftirpartýi Gorillaz og Streets.


Little Simz – Introvert

Rapparinn og leikkonan Little Simz tilkynnti í síðustu viku að ný plata, Sometimes I Might Be Introvert, komi út í haust og sendi af því tilefni út söngulinn og myndbandið Introvert sem er tekið upp á Natural History Museum í London. Síðasta plata Little Simz, Grey Area, sem kom út 2019 þótti mikil meistarsmíð og var meðal annars tilnefnd til Mercury-verðlauna og miðað við lagið Introvert eigum við von á góðu í haust.


Jazmine Sullivan ásamt Anderson .Paak – Price Tags

Þrátt fyrir að Jazmine Sullivan sé ekki sérstaklega þekkt í Vesturbæjarlauginni þá er hún sú tónlistarkona sem hefur fengið hvað flestar tilnefningar til Grammy-verðlauna án þess að vinna. Jazmine hefur sem sagt fengið alls tólf tilnefningar, sem er ekki jafn mikið og Björk með fimmtán og Snoop Dogg með sautján sem er samt ekki metið. Í laginu Price Tags hefur Jazmine fengið Anderson .Paak með sér og Kryptogram til endurhljóðblanda þannig að allir komi sér á dansgólfið.


Keinemusik ásamt Sofie – Discoteca

Fyrst dansskórnir eru reimaðir þá skellum við okkur á klúbbinn með samstarfsverkefni tríósins Keinemusic sem er skipað &ME, Rampa og Adam Port. Í laginu, sem endurspeglar löngun til að komast á klúbbinn, er að finna söng frá tónlistar- og útvarpskonunni Sofie sem er Kani sem gerir út frá Vínarborg.


Fimman á Spotify