Vonbrigði í Vilnius

Vonbrigði í Vilnius

29.04.2021 - 12:50
Ísland og Litháen áttust við í Vilnius í undankeppni EM 2022 í dag. Íslenska liðið gat tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri eða jafntefli en EM fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á næsta ári. Ísland tapaði leiknum með tveggja marka mun og er því ekki búið að gulltryggja sæti sitt á EM en getur gert það á sunnudaginn næsta.