Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eitt smit staðfest á Akureyri

29.04.2021 - 11:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Eitt virkt kórónuveirusmit hefur verið staðfest á Akureyri og nokkrir sem því tengjast eru í sóttkví. Þetta er fyrsta smitið á Norðurlandi í langan tíma.

„Þó svo að sól skíni í heiði og sumarið blasi við þá þurfum við áfram að vera á varðbergi gagnvart COVID, því er EKKI lokið,“ segir í færslu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Þar kemur fram að eitt virkt smit sé staðfest á Akureyri og þó nokkrir því tengdir komnir í sóttkví. Smitið er í póstnúmeri 603 og samtals eru tíu í sóttkví á Norðurlandi-eystra.

„Hvetjum við því alla til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og virða þær leikreglur sem í gildi eru, s.s. grímuskylduna þar sem hún á við, 2ja metra fjarlægðina og fjöldatakmarkanir,“ skrifar lögreglan á Facebook. „Þá viljum við árétta við fólk að ef það finni til einhverra einkenna eða veikinda að skrá sig í sýnatöku á Heilsuveru.“

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV