Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tyrkir reyna að bjarga ferðasumrinu

27.04.2021 - 14:38
epa08543353 People visit Pamukkale (cotton castle) travertines as a part of the ancient Greco-Roman city of Hierapolis in Pamukkale district, Denizli, Turkey, 13 July 2020. Pamukkale is a natural site as famous for a carbonate mineral left by the flowing water in the River Menderes valley, which has a temperate climate for most of the year. Ancient city Hierapolis was built on top of the white 'castle' and it is in in the UNESCO Heritage List. At the end of the 2nd century B.C. the dynasty of the Attalids, the kings of Pergamon, established the thermal spa of Hierapolis. The ruins of the baths, temples and other Greek monuments can be seen at the site.  EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Tyrklandi ætla að grípa til harðra aðgerða vegna fjölgunar COVID-19 tilfella að undanförnu. Allt kapp er lagt á að bjarga ferðaþjónustunni í sumar. Fólk á að halda sig heima að mestu til sautjánda maí.

Hertar reglur taka gildi síðdegis á fimmtudag. Verslunum sem selja annað en brýnustu nauðsynjavörur verður lokað. Einnig veitingastöðum og kaffihúsum. Skólum verður lokað og tekin upp fjarkennsla. Fólk á að halda sig heima nema þegar það kaupir í matinn eða nauðsynleg lyf. Einnig verður heimilt að leita læknis. Heilbrigðisstarfsfólk og þeir sem starfa við matvælaframleiðslu fá þó að fara ferða sinna.

Fólki verður óheimilt að fara milli bæja og borga nema með leyfi yfirvalda. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur eftir Erdogan, forseta landsins, að nauðsynlegt sé að herða sóttvarnaaðgerðir til að hægt verði að taka á móti ferðafólki í sumar. Efnahagur tyrkneska ríkisins er bágborinn um þessar mundir og því skipta tekjur af ferðaþjónustunni miklu máli fyrir ríkissjóð. 

Tilkynnt var um 37 þúsund ný smit í Tyrklandi í gær og 353 dauðsföll. Stjórnvöld stefna að því að ná smitum á hverjum sólarhring niður í fimm þúsund áður en takmörkunum verður aflétt. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV