Tekinn ölvaður og spólandi við Bessastaðastofu

Mynd með færslu
 Mynd: ruv
Lögregla hafði afskipti af ökumanni sem spólaði á bílastæðinu við Bessastaðastofu á áttunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu mátti ítrekað litlu muna að bílstjórinn velti bílnum á bílastæðinu þegar hann spólaði á bílastæðinu. Ökumaðurinn var ekki einn á ferð. Farþegi sem var með honum hafði hins vegar farið út úr bílnum til að taka upp aðfarir bílstjórans á bílastæðinu.

Lögreglumenn handtóku bílstjórann en létu hann lausan eftir sýnatöku. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Bílstjórinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum og er grunaður um að hafa ítrekað keyrt um á bíl þrátt fyrir að skorta til þess réttindi.

Upp úr klukkan fimm í gær stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu för annars ökumanns. Sá var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV