Söngvari Bay City Rollers látinn

FILE- In this Oct. 7, 2010 file photo, Bay City Rollers singer Les McKeown poses for the media during a photocall to celebrate the release of the band's career retrospective boxset, 'Rollermania: Bay City Rollers The Anthology' in London. McKeown, the former lead singer of 1970s pop sensation Bay City Rollers, has died suddenly at the age of 65, his family said Thursday, April 22, 2021. ¬ÝA statement from his family posted on social media said: ‚ÄúIt is with profound sadness that we announce the death of our beloved husband and father Leslie Richard McKeown.‚Äù (Yui Mok/PA via AP, file)
 Mynd: AP

Söngvari Bay City Rollers látinn

23.04.2021 - 02:06

Höfundar

Les McKeown, söngvari skosku poppsveitarinnar Bay City Rollers er látinn, 65 ára að aldri. Fjölskylda hans staðfesti þetta í gær. McKeown var í broddi fylkingar þegar vinsældir hljómsveitarinnar voru hvað mestar um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

Smellir á borð við Shang-A-Lang, Give a Little Love og Bye, Bye, Baby skutu strákunum frá Edinborg upp á stjörnuhimininn.

Stjörnuljóminn hvarf þó nokkuð hratt, og yfirgaf McKeown sveitina árið 1978. Síðasta hálfa áratuginn eða svo tók hann þó saman við gömlu hljómsveitarfélagana, og söng með þeim á endurkomutónleikum sveitarinnar í Bretlandi og Norður-Ameríku.