Rússar hefja brottflutning hersins frá landamærunum

23.04.2021 - 07:46
epa09152959 A handout photo made available by the press service of the Russian Defence Ministry shows Russian Navy large landing ships during the main stage of the mixed exercise of the Russian Armed Forces at the at Opuk range  in Crimea, 22 April 2021. Units of the combined arms army, air force and air defen–e formations, warships and ships, military units of the coastal forces of the Black Sea Fleet, part of the forces of the Caspian Flotilla and airborne units take part in the military exercises at the Opuk training ground.  EPA-EFE/VADIM SAVITSKY / RUSSIAN DEFENCE MINISTRY / HANDOUT MANDATORY CREDIT / HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - RUSSIAN DEFENCE MINISTRY
Rússar byrjuðu í morgun að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, en herbrölt síðustu vikna hefur valdið aukinni spennu á milli Rússa og Vesturlanda, sem mörg hver lýstu yfir stuðningi sínum við Úkraínumenn í deilunum.

Flutningunum til baka á að verða lokið fyrir fyrsta maí en þegar mest lét er talið að yfir hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi verið við landamærin, sem er mesti fjöldi síðan Rússar innlimuðu Krímskaga fyrir sjö árum.

Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær að þeir fylgdust áfram vökulu auga með herflutningum Rússa í vesturhluta landsins.