Valur lagði Hött fyrir austan

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Valur lagði Hött fyrir austan

22.04.2021 - 20:32
Valur og Höttur áttust við í fyrsta leik kvöldsins í Dominosdeild karla. Valur vann með 95 stigum gegn 91 og sneri leiknum í fjórða leikhluta.

Höttur var feti framar svo gott sem allan leikinn á heimavelli sínum á Egilsstöðum. Þeir voru 28-24 yfir eftir fyrsta leikhluta, 47-38 í hálfleik og 64-61 fyrir lokafjórðunginn. Þeir náðu þó ekki að halda aftur af Valsmönnum lengur og Valur tryggði sér sigurinn. 

Valur er komið með 18 stig eftir 17 leiki og er sem stendur í 5. sæti en önnur lið eiga eftir sína leiki. Höttur er í næstneðsta sæti með 8 stig, tveimur á eftir Njarðvík og tveimur á undan Haukum en bæði lið eiga eftir að spila í umferðinni.