Kvöldfréttir: Þórólfur vinnur að minnisblaði

22.04.2021 - 18:59
Sóttvarnalæknir vinnur nú að minnisblaði með tillögum að breyttum landamæraaðgerðum. Nýtt sóttvarnahús var tekið í notkun í morgun og búist er við auknum fjölda gesta á næstu vikum.

Bandaríkin ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming á næstu níu árum. Forseti Bandaríkjanna tilkynnti þetta á loftslagsfundi í dag. Greta Thunberg segir að hætta þurfi vinnslu á jarðefnaeldsneyti.

Rússar hafa ákveðið að flytja herlið sitt frá landamærum Úkraínu. Forseti Rússlands segir Úkraínumenn hafa spillt samskiptum ríkjanna. 

Engin kröfuganga verður farin 1. maí, en hjá Reykjavíkurborg er vonast til að hægt verði að blása til skrúðgöngu 17. júní. Bjartsýni ríkir um að hægt verði að halda fjöldasamkomur síðsumars, en óvissan er enn talsverð.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV