HM íslenska hestsins aflýst

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson - RÚV

HM íslenska hestsins aflýst

22.04.2021 - 11:17
Stjórn Alþjóðasamtaka íslenska hestsins, FEIF, hefur ákveðið að aflýsa heimsmeistaramótinu sem vera átti í Danmörku í sumar.

Mótið átti að fara fram í Herning á Jótlandi frá 1.-8. ágúst. Í tilkynningu frá FEIF í dag er sagt að mótinu í ár sé aflýst vegna almennrar óvissu í kjölfar Covid-19 faraldursins. Ekki sjái öll lönd sér fært að senda hesta og knapa til keppni og af heilsufarsástæðum sé því ekki hægt að halda mótið í ár.

Mótinu verður ekki frestað eða það fært til, heldur er það fellt niður. Næsta heimsmeistaramót verður því eftir tvö ár og verður það haldið í Hollandi.